Algengt svindl og varla fréttnæmt

Alveg þykir mér það merkilegt hvursu mikla athygli þetta mál ætlar að fá i fjölmiðlum.

 Líftryggingarsvindl eru daglegt brauð út um allan heim og eru þúsundur manna sem lifa á bótum tryggingarsvindla. Yfirleitt eru þetta hjón og eftir að bæturnar koma flytja þau sig yfirleitt saman til landa í Suður Ameríku eða Suðaustur Asíu þar sem hægt er að lifa í vellystingum á sólarströndum og lítið um spurningar svo lengi sem þú ert með pening í budduni.

 Í ferðalögum mínum þegar ég var yngri hitti ég eitt sinn mann á eyjunni Koh Samui á Thailandi sem kom að tali við mig og sýndi mér mynd af Japönskum hjónum og spurði hvort ég hefði séð þau, en hann grunaði þau um að dvelja í sama hverfi og ég. Þessu neitaði ég en spurði hann hver tilgangur hans væri með þessu. Maðurinn svaraði svo að hann væri einkaspæjari að vinna verkefni fyrir tryggingarfyrirtæki, og væri hann í fullri vinnu við það að afhjúpa svindl sem þessi.

Þetta er furðulegur heimur sem við búum í. 

 

 


mbl.is Bjó í fylgsni á heimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband