Stórkostleg frammistaða besta íþróttamanns veraldar

200px-FloydjrÍ gærnótt urðum við vitni af sönnum meistara að verki.  Lengi hef ég beðið eftir þessum bardaga enda mikill áhugamaður um box, eða hnefaleika eins og sagt er á íslenskri tungu. Ég sá þessi úrslit hinsvegar fyrir fyrir löngu síðan enda er Hatton ekki á sama plani og Mayweather. Hatton er lítill skriðdreki sem búinn er þeim náttúrulegu eiginleikum að geta étið óendalegan fjölda högga en haldið áfram að vaða í andstæðinginn og yfirbuga hann árásargirni sinni og óendanlegu þoli. Oftar en ekki notar hann ruddabrögð, eins og olnbogaskot og hnakkahögg til að ná markmiði sínu. Mayweather er hinsvegar tæknilegur meistari sem getur lesið hvaða andstæðing sem er og hagað stíl sínum að honum sér til sigurs. Það að horfa á Floyd Mayweather berjast er eins og að sjá ljóðlist í hreyfingu, líklega svipuð tilfinning og það hefði verið að horfa á upp á Michaelangelo mála Sixtántu kapeluna. Þvílíkur snillingur er hér á ferð, enginn Íþróttamaður finnst á þessari jörðu sem fullkomnað hefur list sína eins og hann.

 Mikið finnst mér samt Bubbi og Ómar vera afspyrnulélegir lýsendur. Í upphitunarbardögunum var greinilegt að þeir vissu nákvæmlega ekkert um hnefaleikakappana sem þar áttust við. Þeir virtust hafa gleymt því að í bardaganum fyrir Floyd-Hatton áttust við Jeff Lacy og Peter Manfredo sem báðir eiga það sameiginlegt að hafa tapað fyrir Joe Calzaghe, finnst mé furðulegt að þeir skuli ekki hafa vitað þetta þar sem ég man vel eftir því að þeir lýstu þessum bardögum. Mikið óskaplega var líka greinilegt hvað þeir héldu mikið með Hatton í þessum bardaga, það var næstum sársaukafullt að hlusta á þetta.

 180px-NAMA_Akrotiri_2Hnefaleikar eru ekki bara Íþrótt, þeir eru íþróttin. Rætur þessarar stórkostlegu iðju má rekja alveg aftur til Egyptalands til forna, fyrir hartnær 5000 árum! Einnig eru til sögulegar heimildir um það að hnefaleikar hafi verið stundaðir í ólympíuleikunum í Grikklandi til forna, fyrst árið 688 fyrir krist. En þá börðust menn án hanska og voru naktir, eins og reyndar í öllum öðrum íþróttagreinum ólympíuleikanna á þessum tíma. Nútímahnefaleikar urðu hinsvegar til árið 1743 þegar svokallaðar "London Prize Rules" voru teknar upp. En þar voru menn skildaðir til að nota hanska og dæmt refsistig fyrir ólögleg bolabrögð, eins og t.d. högg fyrir neðan beltisstað.

 Það er ekkert karlmannlegra eða meiri áskorun en að setja á sig hanska, standa fyrir framan aðra manneskju og skiptast á höggum þar til hinn fellur í jörðina. Þetta er mikilfenglegasta áskorun sem hægt er að ímynda sér, sönn barátta upp á heiður og virðingu. Kellingasport eins og fótbolti eru ekki alvöru íþróttir, þetta eru barnaleikir. Karlmenn að eltast við einhverja uppblásna tuðru eins og börn í frímínútum í grunnskóla og fara svo grenjandi í jörðina við minnstu snertingu. Það er mér óskyljanlegt hvernig nokkur maður getur haft gaman að þessum ósköpum. Alvöru karlmenn horfa á hina einu sönnu íþrótt, hnefaleika.

 

 


mbl.is Mayweather rotaði Hatton í 10. lotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er karlmannlegt að horfa á?

Væri ekki karlmannlegra að vera inní hringnum?

Hvað finnst þér um kickbox eða UFC 

Viktor (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Ég get svo sat þér það vinur minn að þegar ég hafði heilsu til á mínum yngri árum, áður en ég lenti í vinnuslysi sem gerði mig af 100% kunni ég ýmislegt fyrir mér í hringnum. Ég æfði hnefaleika þegar þeir voru ólöglegir hér á landi með öðrum höfðingjum sem deildu ást minni á þessari stórkostlegu list.

 Hvað varðar kickbox og UFC, þá er ég einnig mikill aðdáandi þess. Er ég bjó í Thailandi fyrir 8 árum síðan æfði ég reglulega svokallað Muay Thai, en það er forfaðir vestræns kickbox. Í rauninni er kickbox aumingjaútgáfa af Muay Thai, þar sem bannað hefur verið að nota brögð eins og hné í haus og olnboga.

 Ég er einnig mikill aðdáandi mixed martial arts, eða MMA og er UFC aðeins ein tegund af keppni í þeirri stórkostlegu íþrótt. Hef ég verið mikill áhugamaður um þessa keppni frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1993.

Hróðmar Vésteinn, 9.12.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er að það komi fram að við ræddum mikið um það alveg til enda bardagans milli Lacy og Manfredo hvernig Calzaghe hefði niðurlægt Jeff Lacy á sínum tíma. Á hverja varst þú að hlusta, Hróðmar Vésteinn? Ég minni síðan á bloggfærslur mínar bæði fyrir og eftir bardagann svo að menn átti sig á því hvaða álit ég hef á þessum hnefaleikaköppum.

Ómar Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 22:24

4 identicon

Jæja sæll frændi minn.

loksins hefi ég komið og kíkt á skrifin þín. Sé að uppeldið hjá karli föður þínum hefur skilað sér i beinskeittum og góðum skrifum. Kominn tími að einhver rétt staðsettur í pólítík tjái sig um málin.

Gæti heldur ekki verið meira sammála þér með þennann ofstopa í íslenskum feministum. Þær sem hæst skríkja eru örugglega þær sem hafa aldrei fengið alvöru karlmenn. Mættu þær taka sér ymislegt sé til eftirbreytni hjá konum af erlendu bergi brotnu, segi ekki meir, enda höfum við oft rætt þetta frændi og ferðast víða.

Ætlaði líka bara rétt að kasta á þig kveðju og segja þér af aðdáendasíðunni hans Hannesar Hólmsteins sem við erum að koma í loftið, þar sem að meistarinn sjálfur verður að öllum líkindum gestapenni.

Verðum við ekki frændi að fara keyra í sveitina til hans Jónmundar bróðir og fá okkur innmat og ræða málin, það veitir ekki af að brýna andann stundum og þar fer nú víðsýnn maður með góðar skoðanir á þjóðmálunum.

Haltu áfram á þessari braut og ég mun fylgjast með þessum skrifum þínum.

Kveðja frá Hlíðar móðurbróður þínum.

Hlíðar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:20

5 identicon

Ég var sammála flestu sem þú skrifaðir, fyrir utan þessa færslu um fótbolta. Hef aldrei skilið þessa þörf fyrir að gera lítið úr því sem aðrir hafa gaman af. Allt í lagi að upphefja sjálfan sig en að gera lítið úr öðrum eru bara hrein leiðindi

En þar sem þú ert svo ,,karlmannlegur" að þá hefur þú væntanlega ekki staðist mátið.

Ps: Hvað með hnefaleika kvenna, eru þær,,karlmannlegar" ? Ég spyr

Rúnar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Ómar.

 Það er rétt að þið töluðuð um það, en það var ekki frá byrjun bardagans. Þú sagðir eitthvað í líkingu við "eh, hver var það aftur sem niðurlægði Lacy nýlega, einhver Mexikani eða eitthvað" og Bubbi svaraði "veit það ekki".

 Svo flettiru því líklegast upp á netinu og allt í einu voruð þið kumpánarnir með þetta allt á hreinu. 

Hróðmar Vésteinn, 9.12.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Að lokum vil ég þó hrósa þér, Ómar, fyrir að vera í það minnsta ekki eins lélegur boxlýsandi og þú ert sem stjórnmálarmaður. Þá væri heldur betur voðin vís.

Hróðmar Vésteinn, 9.12.2007 kl. 23:52

8 identicon

Ertu að meina það sem þú skrifar? Því miður þá ertu alveg farin yfir í ruglinu varðandi "íþróttamaður veraldar". Hann er vissulega frábær boxari einn af 3 bestu sem eru enn að berjast í dag (mitt álit) en hann var því miður ekki einn í liði í nótt í hringnum, Cortez var honum of hliðhollur og leyfði honum að gera hluti sem eru einfaldlega bannaðir og vítavertir samkvæmt reglunum. Það var á hreinu einfaldlega vegna faðmlengar að Floyd myndi reyna að halda Hatton frá með stungum en um leið og Hatton kæmi inn þá myndi hann (Floyd) læsa eða faðma Hatton vegna hversu sterkur hann (Hatton) er í návígi og frægur fyrir skrokkhögg. Svo var hvernig hann varðist, hann komst alltof oft upp með að snúa baki í andstæðinginn (sem er BANNAÐ) og fór oftast of neðarlega í vörn sem er líka bannað. En það verður ekki af honum tekið að sú aðferð sem að PABBI hans lagði upp fyrir bardagann gekk upp. Sem var að láta Hatton sækja og lesa hvernig hann kemur "inn" á andstæðinginn og í þessu tilfelli vann tæknin en og aftur hjá þeim gamla (þó svo að frændi hans sé skráður þjálfari, Roger Mayweather).

Það er bara orðið of algengt með bardaga í Vegas að úrslit í þeim eru of oft mjög vafasöm og menn virðast einfaldlega þurfa að rota andstæðinginn til að vera 100% um sigur.

En í nótt þá vann vissulega sá besti! Og það á rothöggi og það verður ALDREI af Mayweather tekið að hans hafns er sko meitlað í stein í sögu hnefaleika um aldir enda fáir sem leika það eftir það sem hann hefur gert. 

Lifi Boxið!!!! 

Guðjón Freyr (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband