Syndarar brenna

Já ekki þykir mér það til furði að syndabæli eins og Malibu í djöfullegu einræðisríki Bandamanna skuli brenna. Þetta er leið guðs til að refsa þeim fyrir ósiðsamlega hegðun og viðurstyggilegt atferli. Vonandi að þessir kanar láti sér þetta til kenningu verða.
mbl.is 10 þúsund fluttir á brott frá Malibu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki allt í lagi hjá þér, Hróðmar???????? Ertu að segja að allir íbúar Malibu stundi þessa hegðun og atferli sem þú nefnir? Hvaðan hefur þú það að allir íbúarnir séu undir þessa sök seldir? Miðað við þær fréttir sem við höfum frá öllum heimshornum og þar á meðal Íslandi ætti að geisa eldar út um alla heimsbyggð, ef Guð ætlar að nota þessa aðferð til að refsa réttlátum og ranglátum! Er ekki örugglega allt í lagi með eldvarnir á þínu heimili?

Sveinbjörn Egilson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 22:15

2 identicon

Þú ert nú ljóti hálfvitinn. Það eru menn eins og þú Hróðmar Vésteinn(til hamingju með nafnið) sem setja svartan blett á bloggsamfélag Íslands. Hvernig eiga aumingja Malibú búar að láta þetta sér að kenningu verða? Þetta er svo ótrúlega heimskulega skrifað hjá þér að það nær engri átt. Það eru fullt af fólki þarna í hættu Hróðmar og þetta sem þú skrifar er viðbjóðslegt. Það er gott að þú sért stór karl á internetinu, hefur áhuga á þýskum klámmyndum og hlustar á tælensk dægurlög sem eflaust minna þig á skemmtilegri og ekki alveg jafnbitra tíma í Bangkok. Hættu að blogga á svona ógeðfelldan hátt, það sem meira er, hættu að blogga- fólk á ekki að þurfa sjá þvæluna sem kemur út úr þér. Því að þú ert heimskur maður og einstaklega óheilbrigður.

Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:55

3 identicon

Já, það er satt sem er sagt um þetta ágæta blog. Hér geta mállausir fengið málæði og það svo um munar. Ef þessir guðir þínir eru að refsa Bandaríkjamönnum eru þeir þá að refsa Íslendingum fyrir að samþykkja þetta ofbeldi (og þar á meðal þér) með því að selja auðlindirnar og sökkva náttúrunni undir vatn til að virkja? Líttu þér nær og gagnrýndu þitt samfélag en gættu þess að vera málefnalegur, þá skulum við hlusta með athygli.

stefan stefansson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 03:29

4 identicon

Þú ert fyndinn, og þið sem hafið kommentað eruð einnig nokkuð fyndnir.  En Pétur, komm on... það er fullt af Hróðmörum þarna úti sem heita bara þessu nafni, þeir eru hugsanlega ekki kristnir og bera því enga ábyrgð á hefnigjörnum Guði.

Annars finnst mér almenningur í Bandaríkjunum ekki ábyrgur fyrir sinni siðblindu ríkisstjórn, né þeirri hrikalegu áróðursmaskínu sem heldur stórum hluta þeirra í myrkrinu.  Væri nær að senda íslensku ríkisstjórninni línu varðandi "staðfestuna".

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 08:27

5 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Ég stend við mína skoðun og ekkert fær henni breytt, þetta eru syndaeldar frá guði hinum almáttuga. Allt sem gerist í þessum heimi er hans verk á einn eða annan hátt. Sjálfur trúi ég því að það sé ára í náttúrunni sem vinnur guðs verk og þegar mannskeppnan fer yfir strikið í ósiðsamlegu athæfi kvikna hreinsunareldar.

Hróðmar Vésteinn, 25.11.2007 kl. 14:41

6 identicon

Jæja... þú ættir kannski að lesa þér til um jarðskjálftann í Lissabon 1755 í einu mesta trúarríki Evrópu á þessum tíma, þar sem um 90.000 af 275.000 íbúum borgarinna létust og það á einum aðal hátíðisdegi kaþólsku kirkjunnar (í þá daga allavega) þann 1. nóvember. 85% borgarinnar lagðist í rúst og þar á meðal allar kirkjurnar og flestir prestarnir. Restin brann svo til grunna. Svo örkuðu eftirlifandi prestar um göturnar og hengdu grunsamlegt fólk í umvörpum fyrir að hafa valdið jarðskjálftanum. Fjölmennasti hópurinn sem lifði jarðskjálftann af voru hinir fátæku og trúlausu, sem fjærst stóðu kirkjunni og hennar boðskap. Þetta held ég að þið trúarbjánarnir ættuð að athuga, frekar en að hampa einhverjum sigri yfir eldunum í USA. Djöfullinn er auðvitað ekki til frekar en guð eða jólasveinninn, en ef við ímyndum okkur að svo sé er nokkuð ljóst að þú er handbendi hans af verstu sort.

Sighvatur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:21

7 identicon

Trúaðir eru kexruglaðir

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:25

8 identicon

ég er alls ekki sammála að trúaðir séu kexruglaðir en ég er sammála því að ofgatrúaðir séu kexruglaðir því þeir, oftar en ekki , eru að leika hlutverk guðs.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband